Nú er komið að því. Ég er að fara í tveggja mánaða feðraorlof. Þetta er verulega skrítið svo ekki sé meira sagt. Ég er skíthræddur um vinnuna mína. Það er einungis tvennt sem getur gerst. Annaðhvort mun þetta ganga erfiðlega hjá Kollu og Örnu og mér finnst ekki gott að hugsa til þess að geta ekki hjálpað. En verra væri ef þetta gengi fínt því þá kemur í ljós að ég hef ekkert verið að gera allan þennan tíma í vinnunni og þá er hætta á að orlofið verði lengra :(
Sólrún er orðinn ansi þreytt og keppni í grindargliðnun heldur áfram. Ég get ekki sagt að ég öfundi hana. Við fáum að vita í dag hvort að hún geti farið í Keisara á Miðvikudag. Ég skrifa stundum nafnorð með stórum staf í miðri setningu og er hér um að ræða þýskuslæðing. Ég er reyndar hrifinn af því að nafnorð séu með stórum staf og eru samtök í burðarliðnum.
Ég klikkaði á NBA leiknum í gær. Damnnnnnnnn!!! Ég bara hafði ekki "orku" í að skella mér í bílinn og fara vestur í bæ til Helga vinar og glápa. Detroit lagði Orlando og það verða nú að teljast leiðinleg úrslit. McGrady karlinn verður að bíða enn einn veturinn eftir því að komast lengra í úrslitakeppninni. Svo komst Dallas loks áfram og ég er sáttur við það. Draumaúrslit á Vesturströnd væru Dallas - Sacramento. Það lið sem klárar Vesturströndina mun vinna titilinn það er nokkuð ljóst.
Mínir menn í fótboltanum, Keflavík, eru komnir í úrslit í deildarbikar. Gott mál enda búnir að leggja lið eins og KR, Fylkir og Grindavík að velli. Nú er bara að taka Skagann...
sjáumst síðar og oftar því að nú ætti að vera tími til að blogga eitthvað meira.
Sólrún er orðinn ansi þreytt og keppni í grindargliðnun heldur áfram. Ég get ekki sagt að ég öfundi hana. Við fáum að vita í dag hvort að hún geti farið í Keisara á Miðvikudag. Ég skrifa stundum nafnorð með stórum staf í miðri setningu og er hér um að ræða þýskuslæðing. Ég er reyndar hrifinn af því að nafnorð séu með stórum staf og eru samtök í burðarliðnum.
Ég klikkaði á NBA leiknum í gær. Damnnnnnnnn!!! Ég bara hafði ekki "orku" í að skella mér í bílinn og fara vestur í bæ til Helga vinar og glápa. Detroit lagði Orlando og það verða nú að teljast leiðinleg úrslit. McGrady karlinn verður að bíða enn einn veturinn eftir því að komast lengra í úrslitakeppninni. Svo komst Dallas loks áfram og ég er sáttur við það. Draumaúrslit á Vesturströnd væru Dallas - Sacramento. Það lið sem klárar Vesturströndina mun vinna titilinn það er nokkuð ljóst.
Mínir menn í fótboltanum, Keflavík, eru komnir í úrslit í deildarbikar. Gott mál enda búnir að leggja lið eins og KR, Fylkir og Grindavík að velli. Nú er bara að taka Skagann...
sjáumst síðar og oftar því að nú ætti að vera tími til að blogga eitthvað meira.
Ummæli